Heimilisfang
Velja afhendingarmáta
Höfundur: Julia Whelan
Sewanee Chester þarf að gefa drauma sína um frama í Hollywood upp á bátinn þegar hún lendir í hræðilegu slysi. Hún er þó sátt við nýjan frama en nú sinnir hún leiklistinni sem hljóðbókalesari í upptökuklefa, ekki fyrir framan myndavélarnar.
Einn vinsælasti ástarsagnahöfundur heims vill að hún lesi síðustu bók sína á móti Brock McNight, allra heitustu rödd bransans. Sewanee samþykkir með semingi, enda löngu hætt að lesa inn ástarsögur þar sem hún hefur ekki áhuga á að selja tálsýnir og drauma sem geta ekki ræst.

Þau Brock vinna bæði undir dulnefni, hvort í sínu landinu og í skjóli nafnleysis mynda þau óvænt og náin tengsl. Bæði leggja metnað í að skila góðu verki og eru því í miklum samskiptum. Og múrarnir sem Sewanee hefur byggt um hjarta sitt taka að brotna niður, hver af öðrum.

Aðrar vörur frá þessari verslun

Aðrar vörur frá þessari verslun