Það rignir daginn sem allt fer til fjandans.
Örvæntingarfullur maður leitar til lögfræðinganna Martins Benner og Lucyjar Miller í Stokkhólmi. Systir hans er látin, tók eigið líf eftir að hafa játað á sig fimm morð. Í blöðunum var hún kölluð fjöldamorðingi og nú vill bróðirinn að hún fái uppreisn æru – og jafnframt finna horfinn son hennar.
Martin stenst ekki að taka málið að sér en við rannsókn þess leggur hann einkalíf sitt og starfsheiður að veði og festist smám saman í þéttriðnum og ógnvekjandi lygavef sem hann veit ekki hver stjórnar.
Vefur Lúsífers er æsispennandi tryllir eftir Kristinu Ohlsson, einn vinsælasta glæpasagnahöfund Norðurlanda. Fjölmargar bækur hennar hafa komið út á íslensku og hlotið geysigóðar viðtökur.
ATH. Hljóðbókin er afhent rafrænt og hægt er að hlusta á hana beint í gegnum app Forlagsins eða vafra. Hér má lesa meira um hljóðbækur fyrir appið.
Hljóðbókin er 12 klukkustundir og 48 mínútur að lengd. Davíð Guðbrandsson les.
Aðrar vörur frá þessari verslun
Aðrar vörur frá þessari verslun