Flokkar:
Höfundur Isabel Allende
Samúel var eitt þeirra evrópsku gyðingabarna sem forðað var frá útrýmingarbúðum nasista og flutt í fóstur í Bretlandi, Leticia flúði með pabba sínum fjöldamorð í El Salvador og settist að í Bandaríkjunum og Anita var tekin frá móður sinni í flóttamannabúðum við landamæri Mexíkó og Bandaríkjanna og færð á vistheimili fyrir fylgdarlaus flóttabörn. Mörgum árum síðar liggja leiðir þeirra saman.
Saga Isabel Allende talar beint inn í samtímann og tekst á við eitt mest aðkallandi viðfangsefni alþjóðasamfélagsins fyrr og nú. Hún daðrar við töfraraunsæið, sem hún er hvað þekktust fyrir, og segir frá sterkum og sjálfstæðum einstaklingum og hjartnæmri ástarsögu.
Sigrún Á. Eiríksdóttir þýddi.
Aðrar vörur frá þessari verslun
Aðrar vörur frá þessari verslun