Heimilisfang
Velja afhendingarmáta

WOW air hafði mótandi áhrif á íslenskt samfélag í þau sjö ár sem félagið starfaði. Undir lokin var það orðið afar umsvifamikið og svo stórt að margir töldu að það mætti ekki verða gjaldþrota. Þann 28. mars 2019 stöðvaðist starfsemin þó endanlega eftir margra mánaða hildarleik.

Í þessari fróðlegu bók varpar Stefán Einar Stefánsson blaðamaður ljósi á áður óþekktar ástæður þess að félagið varð gjaldþrota en einnig það hvernig Skúla Mogensen, stofnanda þess, tókst á örfáum árum að byggja upp flugfélag sem hafði áður en yfir lauk flutt tíu milljónir farþega yfir Atlantshafið.

WOW – ris og fall flugfélags er mögnuð bók þar sem rakið er eitt merkilegasta viðskiptaævintýri Íslandssögunnar. Ævintýrið snerist upp í andhverfu sína og þeirri atburðarás er hér lýst af innsæi og einstakri þekkingu á flóknum heimi flugreksturs.

Stefán Einar Stefánsson er fréttastjóri viðskipta á Morgunblaðinu. Hann er cand. theol. frá Háskóla Íslands með meistarapróf í viðskiptasiðfræði frá sama skóla. Hann hefur þýtt tvær bækur, Nótt eftir Elie Wiesel, handhafa friðarverðlauna Nóbels (2009), og Bréf til ungs lögmanns eftir lagaprófessorinn Alan Dershowitz (2011). Þá hefur hann ritstýrt, ásamt öðrum, afmælisritunum Mótun menningar (2012) og Sigurjónsbók (2017), auk lærdómsritanna Fangelsisbréfin eftir Dietrich Bonhoeffer (2015) og Útópía eftir sir Thomas More (2016).

ATH. Hljóðbókin er afhent rafrænt og hægt er að hlusta á hana beint í gegnum app Forlagsins eða vafra. Hér má lesa meira um hljóðbækur fyrir appið.

Hljóðbókin er um 10 klukkustundir að lengd. Höfundur les.

Hér má hlusta á brot úr hljóðbókinni: