Heimilisfang
Velja afhendingarmáta
Höfundur: Skarphéðinn G. Þórisson
Skarphéðinn G. Þórisson var mikill náttúruunnandi og stundaði jafnframt ljósmyndun af mikilli elju.

Þessi bók sýnir úrval hreindýramynda hans og ber vitni mikilli snilli við að fanga augnablikið og góðu auga fyrir litum og landslagi í umhverfi hreindýra.

Skarphéðinn lést í flugslysi á síðasta ári.

Skarphéðinn G. Þórisson náttúrufræðingur starfaði lengi við rannsókn og vöktun hreindýra á Austurlandi. Hann var mikill náttúruunnandi og stundaði jafnframt ljósmyndun af mikilli elju. Að sjálfsögðu urðu hreindýr og umhverfi þeirra gjarna viðfangsefni hans.

Þessi bók sýnir úrval hreindýramynda hans og ber vitni mikilli snilli við að fanga augnablikið og góðu auga fyrir litum og landslagi í umhverfi hreindýra. Bókin skiptist í fjóra kafla eftir árstíðunum: Vor, sumar, haust og vetur.

Myndir úr safni Skarphéðins hafa verið sýndar á mörgum sýningum og hvarvetna hlotið lof sýningargesta.

Skarphéðinn lést í flugslysi á síðasta ári en áður hafði hann lagt drög að bókinni, sem nú kemur fyrir augu þeirra sem unna fegurð íslenskrar náttúru.

Aðrar vörur frá þessari verslun

Aðrar vörur frá þessari verslun