Aðgangur að Geosea sjóböðunum á Húsavík

Slakaðu á líkama og sál í heilandi vatni sjóbaðanna

Nánari Lýsing

Hvernig væri að skreppa norður? Geosea sjóböðin á Húsavík eru tilvalin til að slaka á í góðra vina hópi. Á staðnum er einnig hægt að njóta veitinga í fallega hönnuðu veitingarými eða sötra á drykk ofan í böðunum á meðan þú nýtur útsýnisins yfir Skjálfanda.

Um Geosea
Öldum saman hefur jarðhitinn norðan við Húsavík verið þekktur og jafnvel nýttur til baða og þvotta. Þegar borað var eftir heitu vatni á Húsavíkurhöfða upp úr miðri síðustu öld kom upp vatn sem reyndist vera heitur sjór og of steinefnaríkur til að henta til húshitunar.

Í stað þess að heita vatnið færi til spillis var gömlu ostakari komið fyrir uppi á Húsavíkurhöfða og þar sem Húsvíkingar gátu baðað sig upp úr heitum sjó, sér til heilsubótar. Þeir sem hafa verið með húðkvilla, líkt og Psoriasis, hafa nýtt sér þetta og fundið frið í eigin skinni. Vatnið er líka í kjörhitastigi fyrir slík böð eða 38°-39°C.


Bæta við í Apple Veski

Gjafabréf í Veskið

Veskið er þar sem þú geymir og nálgast flug- og bíómiðana, afsláttarkortin, debet- og kreditkortin þín og Aha Gjafabréfin!

Gift certificate

Gjafvænt, blaðrænt, stafrænt, veskisvænt eða símavænt.

Hvort sem þú ætlar að nýta gjafabréfið sjálf/ur, með öðrum eða gefa það sem gjöf þá bjóðum við upp á möguleika sem hentar hverju tilfelli.

Þú getur prentað gjöfina út sem fallegt gjafabréf sem er eingöngu merkt fyrirtækinu sem keypt er hjá og verð kemur ekki fram. Inneignina má einnig nota beint úr Aha appinu eða setja hana í Apple Veskið.


Smáa Letrið

Gildistími: 11.11.2024 - 11.11.2025

Notist hjá
Vitaslóð 1, 640 Húsavík

Vinsælt í dag