Árbók Ferðafélags Íslands kemur nú út í nítugasta og þriðja sinn. Í ár er til umfjöllunar syðsti hluti Vestfjarða: Patreksfjörður – og þar með taldar Örlygshöfn og Hænuvík – ásamt Kollsvík, Breiðuvík og Látravík. Að auki er fjallað um Látrabarg, Keflavík og Rauðasand. Inn í sérstæða náttúrufegurð svæðisins fléttast svo áhugaverð menningar- og atvinnusaga.
Aðalhöfundar þessarar árbókar eru dr. Gísli Már Gíslason vatnalíffræðingur og Ólafur B. Thoroddsen fyrrverandi skólastjóri, Báðir eru útivistarmenn af lífi og sál og þaulkunnugir svæðinu og sögu þess. Ólafur er fæddur og uppalinn á Patreksfirði og ólast Gísli upp á Hvallátrum. Auk þeirra rita sjö „Graskellur“ sérstakan kafla um gróðurfar svæðisins.
Bókin er 287 blaðsíður. Um 215 ljósmyndir og 20 uppdrættir prýða bókina auk rammagreina og yfirlitstaflna. Sem löngum fyrr teiknaði Guðmundur Ó. Ingvarsson kortin og Daníel Bergmann tók flestar ljósmyndirnar en um tugur annarra ljósmyndara kemur við sögu auk fjölmargra mynda frá gamalli tíð. Heimildaskrá ásamt örnefna- og mannanafnaskrám auka verulega notagildi verksins sem er litprentað frá upphafi til enda.
Ritstjóri árbókarinnar er Gísli Már Gíslason (alnafni annars höfundar) og ritnefnd skipa auk hans Eiríkur Þormóðsson og Guðrún Kvaran sem bæði hafa lagt árbókum Ferðafélagsins lið í áratugi. Daníel Bergmann annaðist umbrot bókarinnar og myndvinnslu.
Aðrar vörur frá þessari verslun
Aðrar vörur frá þessari verslun