Árstíðirnar í garðinum er fimmta bókin í bókaflokknum Við ræktum, sem Sumarhúsið og garðurinn gefur út.
Höfundur er Vilmundur Kip Hansen garðyrkju- og þjóðfræðingur. Ljósmyndir Páls Jökuls Péturssonar úr íslenskum görðum prýða bókina. Páll hefur á undanförnum árum getið sér gott orð fyrir myndir af plöntum og úr náttúru Íslands.
Bókin skiptist í fjóra meginkafla, vor, sumar, haust og vetur, og fjallar höfundur um verkin sem tengjast árstíðunum. Leitast er við að gera bókina aðgengilega öllum þeim sem dreymir um að rækta garðinn sinn.
Í bókinni er fjallað um fjölda plantna, hvort sem um er að ræða sumarblóm, haustlauka, grænmeti, laukjurtir, fjölda kryddtegunda, sígræn og lauffellandi tré og runna, úrval ávaxtatrjáa og berjarunna.
Aðrar vörur frá þessari verslun
Aðrar vörur frá þessari verslun