Heimilisfang
Velja afhendingarmáta

Höfundur Jóhann Páll Árnason

[removed]

Greinar um samfélagsheimspeki & siðmenningargreiningu

Greinarnar níu eru þverskurður af rannsóknum á sviði félagsfræði, siðmenningargreiningu og heimspeki sem Jóhann Páll Árnason hefur lagt stund á. Flestar birtast þær á íslensku í fyrsta skipti. 
Auk greinanna ritar Jóhann fróðlegan endurminningakafla þar sem hann gerir litríku lífshlaupi sínu skil, fjallar um jafnt áhrifavalda sína sem stjórnmálaskoðanir og setur fræðilegt mótunarferli sitt í sögulegt samhengi.
Inngang ritar þýski heimspekingurinn Axel Honneth.

Jóhann Páll Árnason er prófessor emerítus í félagsfræði við La Trobe‐háskólann í Melbourne í Ástralíu. Ungur að árum stundaði hann nám í Tékkóslóvakíu en lauk doktorsprófi við Frankfurtar háskóla árið 1970 undir handleiðslu Jürgens Habermas. Eftir hann liggur fjöldi verka á ensku, þýsku, tékknesku og öðrum tungumálum. Ítarlega ritaskrá Jóhanns er að finna í safninu.

Útgefandi: Hið íslenska bókmenntafélag

Aðrar vörur frá þessari verslun

Aðrar vörur frá þessari verslun