Heimilisfang
Velja afhendingarmáta
Höfundur: Jóhann Páll Árnason
Greinarnar níu eru þverskurður af rannsóknum á sviði félagsfræði, siðmenningargreiningu og heimspeki sem Jóhann Páll Árnason hefur lagt stund á. Auk greinanna ritar Jóhann endurminningakafla þar sem hann gerir litríku lífshlaupi sínu skil, fjallar jafnt um áhrifavalda sína sem stjórnmálaskoðanir og setur í sögulegt samhengi.
Greinarnar í þessu safni eru þverskurður af þeim margþáttuðu rannsóknum á sviðum félagsfræði, siðmenningargreiningu og heimspeki sem Jóhann Páll Árnason hefur lagt stund á í gegnum tíðina. Flestar birtast þær á íslensku í fyrsta skipti.

Auk greinanna níu ritar Jóhann fróðlegan endurminningakafla þar sem hann gerir litríku lífshlaupi sínu skil, fjallar um jafnt áhrifavalda sína sem stjórnmálaskoðanir og setur fræðilegt mótunarferli sitt í sögulegt samhengi. Inngang ritar þýski heimspekingur‐ inn Axel Honneth.

Jóhann Páll Árnason er prófessor emerítus í félagsfræði við La Trobe‐háskólann í Melbourne í Ástralíu. Ungur að árum stundaði hann nám í Tékkóslóvakíu en lauk doktorsprófi við Frankfurtar háskóla árið 1970 undir handleiðslu Jürgens Habermas. Eftir hann liggur fjöldi verka á ensku, þýsku, tékknesku og öðrum tungumálum. Ítarlega ritaskrá Jóhanns er að finna í safninu.

Aðrar vörur frá þessari verslun

Aðrar vörur frá þessari verslun