Hætta steðjar að Fögruvöllum vegna úrhellisrigningar.
Bunga vill hafa hlutina einfalda og Ljónasveitin stöðvar vatnsflauminn með stíflu. Þegar það virkar telur Bunga sig svo snjallan að hann fer að veita öðrum dýrum ráð undir einkennisorðunum að auðveldasta leiðin sé sú besta.
Hin í Ljónasveitinni eru fljót að sjá að þetta virkar ekki alltaf og óttast að stíflan muni bresta þá og þegar.
Bókinni fylgir geisladiskur með upplestri af sögunni og lesskilningshefti sem hægt er að hlaða niður á edda.is/lesskilningur
Aðrar vörur frá þessari verslun
Aðrar vörur frá þessari verslun