Heimilisfang
Velja afhendingarmáta

Höfundur Sophie Grégoire Trudeau

Í bókinni Closer Together fjallar Sophie um persónulega vegferð sína í átt að sjálfsþekkingu, viðurkenningu og valdeflingu og byggir á fræðilegum niðurstöðum helstu sálfræðinga, geðlækna, vísindamanna og hugsuða.

Sem ástríðufullur talsmaður geðheilbrigðis, telur Sophie að til þess að þekkja og lifa í sátt við okkur sjálf þurfum við að skilja hvers vegna við hugsum og líður eins og við gerum, og viðurkenna reynsluna, viðhorfin og mynstur sem kunna að halda aftur að okkur. Við erum við öll fær um að vaxa og dafna ef við erum tilbúin til að vera opin og fróðleiksfús.

Í Closer Together deilir Sophie sinni eigin lífsreynslu allt frá barnæsku, af baráttu sína við átröskun á unglingsárum og snemma á fullorðinsárum; frá framkomu og frammistöðu í sjónvarpi til raunverulegrar „forsetafrúar“ og þriggja barna móður. 

Sophie reynir að svara spurningum sem skipta okkur mestu máli til að lifa í sátt og samlyndi við okkur sjálf og alla í kringum okkur: 

  • Hvernig mótar uppeldið sjálfsvitund okkar?

  • Hvernig getum við undirbúið okkur betur til að takast á við djúpar tilfinningar?

  • Hvað þurfum við að fá útúr samböndum okkar og hvað getum við lagt til þeirra?

  • Hvaða hlutverki gegnir hreyfing og skapandi hugsun í geðheilbrigði?

  • Hvernig getum við sleppt takinu á því sem þjónar okkur ekki og hlúið að því sem gerir það?

Með því að byggja á eigin núvitund og jógaiðkun býður Sophie einnig upp á leiðbeiningar til að halda dagbók og önnur verkfæri sem munu leiðbeina lesendum þegar þeir kanna þessar spurningar í eigin lífi. Með hreinskilni, hnyttni og sköpunargáfu hvetur Sophie okkur til að sjá að það eru fleiri hlutir sem sameina okkur en aðgreina okkur, sem gerir okkur kleift að uppgötva raunverulega möguleika okkar.

Aðrar vörur frá þessari verslun

Aðrar vörur frá þessari verslun