Afbrotaferill Carls Panzram hófst á unga aldri. Ellefu ára gamall var hann dæmdur til tveggja ára vistar á hæli fyrir vandræðabörn. Þar var honum iðulega misþyrmt og nauðgað af starfsmönnum. Fimmtán ára gekk hann í herinn með því að ljúga til um aldur sinn. Þar var hann staðinn að þjófnaði og sendur í herfangelsi. Grimmileg fangavistin fyllti hann af hefndarhug og hefndarþorsta.
Þegar hann slapp úr fangelsi tvítugur að aldri var hann staðráðinn í að ræna, nauðga og drepa eins marga og hann gæti, ekkert skyldi standa í vegi hans.
Dreptu þá alla! er hrollvekjandi og átakanleg lýsing á einu hrottafengnasta og viðurstyggilegasta sakamáli í sögu Bandaríkjanna. Eins og í fyrri bókum skrifar Ryan Green á kraftmikinn og lifandi hátt eins og í bestu spennusögu.
Aðrar vörur frá þessari verslun
Aðrar vörur frá þessari verslun