Heimilisfang
Velja afhendingarmáta
Höfundur: Þorgrímur Þráinsson

„Hringið í 112 eða … eða lögguna … pabba … eða bara einhvern … HJÁLP,“ öskraði Matthildur óðamála og átti í mestu vandræðum með að koma orðum að því sem þaut á ógnarhraða í gegnum hugann. Hún greip í Neptúnus en hann sýndi engin viðbrögð. Kesang sat sem fastast með krosslagða handleggi og ógnvekjandi augnaráð en bæði Olga og Smári seildust eftir símunum sínum. Móey Rögn hafði losað öryggisbeltið og lagst á gólfið, skjálfandi.

Fimm unglingar aka inn í myrkrið með gps-hnit og óljósa leiðarlýsingu sem á að vísa þeim á heita laug úti í óbyggðum. Tunglið breiðir drungalega birtu yfir landslagið og engu þeirra er alveg rótt þegar þau stíga út úr bílnum. Þó hafa þau ekki hugmynd um hvaða ógnir bíða þeirra.

Hjálp er hörkuspennandi unglingasaga sem heldur lesendum í heljargreipum frá upphafi til enda eftir metsöluhöfundinn Þorgrím Þráinsson.

ATH. Hljóðbókin er afhent rafrænt og hægt er að hlusta á hana beint í gegnum app Forlagsins eða vafraHér má lesa meira um hljóðbækur fyrir appið.

Hljóðbókin er 5 klukkustundir og 53 mínútur að lengd. Hinkrik Ólafsson les.

Aðrar vörur frá þessari verslun

Aðrar vörur frá þessari verslun