Verður sá fyrsti líka sá síðasti?
Gamla hótelið í Boonsboro er að vakna til lífsins eftir þrotlausa vinnu Montgomery- bræðranna. Miðbróðirinn Owen stýrir byggingarfyrirtæki fjölskyldunnar af festu – en gleymir að reikna með Avery, æskuástinni sinni, og áhrifunum sem hún hefur á hann. Og á hótelinu eru dulmögnuð öfl á sveimi.
Owen og Avery eiga sameiginlega fortíð og samband þeirra í nútímanum er flóknara en þau hafa áttað sig á – en hvað með framtíðina?
Einhvern daginn er önnur bókin í Boonsboro-þríleiknum en í fyrstu bókinni, Biðlund, var sagt frá Beckett, elsta bróðurnum, og ekkjunni ungu, Clare Brewster.
Nora Roberts er vinsælasti ástarsagnahöfundur Bandaríkjanna og allar bækur hennar frá 1999 hafa komist á metsölulista New York Times. Þær hafa verið gefnar út í tugum landa og selst í yfir 500 milljónum eintaka. Áður hafa komið út á íslensku bækurnar Húsið við hafið, Vitnið og Biðlund.
Halla Sverrisdóttir þýddi.
Aðrar vörur frá þessari verslun
Aðrar vörur frá þessari verslun