Heimilisfang
Velja afhendingarmáta
Höfundur: Åsne Seierstad

Íbúarnir á svæðinu tóku sannarlega eftir honum. Stelpunum á hárgreiðslustofunni þótti hann sætur þegar hann kom einu sinni þangað í klippingu, afgreiðslumaðurinn í tölvubúðinni hélt að hann væri hommi en Kúrdanum sem átti kebabstaðinn í plássinu fannst hann vera vingjarnlegasti Norðmaður sem hann hafði nokkurn tímann hitt.

Einn af okkur er áhrifamikil saga fólks í leit að samastað innan ramma samfélagsins. Rashid-systurnar frá Nesodden. Þrír vinir frá Troms. Ungur maður frá Ósló. Öll hittust þau í Útey 22. júlí 2011.

Einn af okkur lýsir voðaverkum og hryllingi en hún er líka mögnuð og mikilvæg samtímasaga um von og höfnun, ást og fordóma.

Åsne Seierstad er margverðlaunaður stríðsfréttaritari og rithöfundur, einna þekktust fyrir Bóksalann í Kabúl sem naut fádæma vinsælda og kom út á fjöldamörgum tungumálum. Eftir að Anders Behring Breivik kom fyrir sprengju í stjórnarhverfinu í Ósló og myrti 69 manns í Útey hóf Seierstad í fyrsta sinn að skrifa um sína eigin þjóð. Við rannsóknir sínar sat hún tíu vikna löng réttarhöldin sumarið 2012, fékk aðgang að skýrslum lögreglu og geðlækna og átti samskipti við fjölskyldur fórnarlambanna, Breivik og foreldra hans.

New York Times valdi Einn af okkur eina af tíu bestu bókum ársins 2015.

Sveinn H. Guðmarsson þýddi.

ATH. Hljóðbókin er afhent rafrænt og hægt er að hlusta á hana beint í gegnum app Forlagsins eða vafraHér má lesa meira um hljóðbækur fyrir appið.

Hljóðbókin er 11 klukkustundir og 43 mínútur að lengd. Birna Pétursdóttir les.

Aðrar vörur frá þessari verslun

Aðrar vörur frá þessari verslun