Heimilisfang
Velja afhendingarmáta

Engill tímans nefnist bók sem JPV útgáfa gefur út 23. júní til minningar um Matthías Viðar Sæmundsson dósent í íslenskum bókmenntum við Háskóla Íslands en Matthías lést 3. febrúar síðastliðinn eftir erfið veikindi. Ritstjórar verksins eru Eiríkur Guðmundsson og Þröstur Helgason.

Í Engil tímans rita 35 höfundar. Bókinni er ætlað að bera tíðindi af hugmyndalífi íslenskra fræði- og listamanna nú um stundir. Fjallað er um afar ólík efni svo sem hlutverk fræða- og háskólasamfélagsins, píslarsögu Krists, njósnastarfsemi á Íslandi, kynjamyndir og karlmennsku, höfunda Íslendingasagna, sagnagerð og sagnfræði, myndasögur, nútímavæðingu, menningarástand og engla. Í inngangi er sagt frá fræðaferli Matthíasar Viðars. Þorsteinn frá Hamri ritar kveðjuorð.

Höfundar í bókinni eru: Álfrún Gunnlaugsdóttir, Ástráður Eysteinsson, Bergljót Kristjánsdóttir, Birna Bjarnadóttir, Dagný Kristjánsdóttir, Einar Már Guðmundsson, Elísabet Kristín Jökulsdóttir, Eiríkur Guðmundsson, Eysteinn Þorvaldsson, Gestur Guðmundsson, Guðni Elísson, Guðrún Nordal, Haraldur Jónsson, Haukur Ingvarsson, Helgi Þorgils Friðjónsson, Hermann Stefánsson, Jóhann Hjálmarsson, Jón Ólafsson, Jón Kalman Stefánsson, Kristján B. Jónasson, Ólafur Gunnarsson, Ólöf Pétursdóttir, Matthías Johannessen, Oddný Eir Ævarsdóttir, Sigfús Bjartmarsson, Sigríður Albertsdóttir, Sigurður Gylfi Magnússon, Sigurður Pálsson, Sjón, Sveinn Yngvi Egilsson, Thor Vilhjálmsson, Úlfhildur Dagsdóttir, Þorsteinn Gylfason, Þorsteinn frá Hamri og Þröstur Helgason.




Aðrar vörur frá þessari verslun

Aðrar vörur frá þessari verslun