Höfundur: Harpa Dís Hákonardóttir
Erla er að undirbúa boð heima hjá sér þegar hún er skyndilega hrifin til Álfheima. Hún kemst að því að vinum hennar, konungsbörnunum, er haldið föngnum af Völmundi galdrakarli og svartdvergunum hans í álagaskóginum í Furudal og hún ein getur bjargað þeim. Í skóginum eignast Erla sérstaka en góða vini sem hjálpa henni og hún fær einnig óvænta aðstoð frá lærisveini Völmundar. En þó að Erlu takist að frelsa vini sína er aðeins hálfur sigur unninn því leiðin til baka liggur um þverhnípta kletta, fjöll og dali og yfir Vonleysisá. Ekki er heldur víst að svartdvergarnir leyfi þeim að sleppa svo auðveldlega ef þeir skjóta upp kollinum.
Salka gefur út.
Aðrar vörur frá þessari verslun
Aðrar vörur frá þessari verslun