Heimilisfang
Velja afhendingarmáta
Höfundur: Stefán Gíslason

Fjallvegahlaup hefur að geyma lifandi leiðarlýsingar 50 fjallvega víðs vegar um landið auk veglegs undirbúningskafla og fjölda góðra ráða.

Leiðirnar er hægt að hlaupa eða ganga, allt eftir getu hvers og eins. Þær eru ólíkar en eru þó allar 9 kílómetrar eða lengri, ná að minnsta kosti 160 metra hæð yfir sjó og tengja saman tvö byggðarlög eða áhugaverða staði. Leiðirnar geta verið fornar göngu- eða reiðleiðir eða fáfarnir bílvegir (F-vegir).

Hverri leið fylgir ítarleg leiðarlýsing, kort og GPS-hnit, aragrúi ljósmynda og upplýsingar um staðhætti og aðstæður, auk margs konar fróðleiks um sögu og landafræði leiðanna sem hlaupnar eru eða gengnar hverju sinni.

Stefán Gíslason er umhverfisstjórnunarfræðingur sem ákvað á fimmtugsafmælinu sínu að hlaupa 50 fjallvegi fyrir sextugt. Markmiðið með verkefninu var meðal annars að halda sér í formi á sextugsaldrinum, kynnast landinu sínu betur og vekja áhuga annarra á útivist og hreyfingu. Stefáni tókst ætlunarverk sitt, hljóp 50 leiðir, stundum einn en oftar í góðra vina hópi, og afraksturinn má finna hér.

Fjallvegahlaup er bók fyrir allar fjallageitur, hlaupara, náttúruunnendur og þá sem vilja takast á við nýjar áskoranir

Aðrar vörur frá þessari verslun

Aðrar vörur frá þessari verslun