Jack Reacher er á sínu vanalega stefnulausa flandri um veröldina þegar hann kemst í kynni við eldri hjón sem eru lent í klónum á okurlánara. Þar sem Reacher er ávallt reiðubúinn að taka bófa í bakaríið býður hann fram aðstoð sína. Og áður en langt um líður er hann búinn að egna upp bæði úkraínsku og albönsku mafíuna í plássinu – með verulega blóðugum afleiðingum.
Hundaheppni er tuttugasta og fjórða bókin í hinum geysivinsæla metsöluflokki Lees Child um Jack Reacher, bardagajaxlinn með blíða hjartað.
Jón Hallur Stefánsson þýddi.
ATH. Spurt og svarað um rafbækur.
ATH. Hljóðbókin er afhent rafrænt og hægt er að hlusta á hana beint í gegnum app Forlagsins eða vafra. Hér má lesa meira um hljóðbækur fyrir appið.
Hljóðbókin er 14 klukkustundir og 4 mínútur að lengd. Hinrik Ólafsson les.
Aðrar vörur frá þessari verslun
Aðrar vörur frá þessari verslun