Loki á í bölvuðu basli með að verða almennilegur. Hann er enn þá á jörðinni sem 11 ára strákur og í straffi hjá Óðni vegna þess að hann klippti hárið af ásynjunni Sif en núna lendir hann í alvarlegum vandræðum. Stendur Loki sig í þetta sinn eða tekur prakkarinn yfirráðin? Dásamlega fyndin bók með rætur í sagnaarfinum fyrir 8+