Flokkar:
Höfundur: Berglind Gunnarsdóttir
Við hittum fyrir Gyðjuna á steinöld; hún tengist náið náttúru og dýralífi og birtist til að mynda sem Augngyðja, Fuglagyðja og Tunglgyðja.
„Hún var hið ríkjandi afl alls lífs og fékk kraft sinn úr vötnum og uppsprettulindum, frá sól og tungli og rakri jörð.“
Fyrstu samfélög bænda dýrkuðu hana og til eru ummerki um Gyðjuna forsögulegu víða í Evrópu. Höfuðsetur Gyðjunnar varði lengst á Krít og víðar í Eyjahafi. Arftakar hennar eru gyðjur goðsagnaheimanna sem við þekkjum og María guðsmóðir meðal kristinna manna.
Á nítjándu öld birtist Tunglgyðjan aftur á sviðinu í skáldskap og lífi ljóðskáldanna allt fram á okkar dag.
Aðrar vörur frá þessari verslun
Aðrar vörur frá þessari verslun