Heimilisfang
Velja afhendingarmáta
Höfundur: Esther Forbes

Johnný Treimain er fátækur, munaðarlaus piltur í Boston sem er í læri hjá silfursmið í bænum. Hann er handlaginn og efnilegur en stolt hans og stríð lund koma honum iðulega í vandræði. Örlagaríkir atburðir valda því að hann sogast inn í hringiðu frelsisbarátturnnar sem er að leysast úr læðingi í Ameríku. Um leið og Johnný tekur þátt í frægum atburði úr veraldarsögunni, teveislunni í Boston, gerast einnig dramatískir hlutir í hans eigin lífi.

Sagan af Johnný Tremain er eftir sagnfræðinginn og skáldsagnahöfundinn Esther Forbes og hlaut ein virtustu barna- og unglingabókaverðlaun Bandaríkjanna á sínum tíma. Bókinni fylgir eftirmáli þýðanda sem ætlaður er til fróðleiks um sögulegan bakgrunn og hinar fjölmörgu persónur bókarinnar sem eiga sér raunverulegar fyrirmyndir.

Bryndís Víglundsdóttir þýddi.

Aðrar vörur frá þessari verslun

Aðrar vörur frá þessari verslun