Ljósmyndabókinn Unique Island eftir ljósmyndarann Kristján Inga Einarssonar er hans sjötta landkynningarljósmyndabók. Fyrri bækur Kristjáns hafa verið meðal vinsælustu og mest seldu landkynningabóka Íslands á undanförnum árum.
Efnistök þessarar bókar, Unique Island eru með þeim hætti að efninu er skipt niður í kafla eftir landsfjórðungum ásamt því að fjalla annarsvegar um hina vinsælu ferðamannaslóð „Gullna hringinn“ og hinsvegar hálendið sjálft. Texta- og myndaskýringar bólarinnar eru eftir Ara Trausta Guðmundsson, jarðfræðing og alþingismann.
Kristján Ingi hefur myndað landið okkar í tugþúsundum mynda, fram og til baka, til sjávar og sveita, út um allar trissur. Ljósmyndaranum er því ljós mikilvægi náttúruverndar og góðrar umgengni á landinu og hversu mikilvægt það er að geta skilað því óskemmdu áfram til næstu kynslóða.
Með þessari nýju bók, Unique Island vill Kristján Ingi gefa lítilræði til baka og mun í því skyni gefa Landvernd 5% af söluandvirði hverrar bókar sem þakklætisvott sinn fyrir ómældar ánægjustundir í íslenskri náttúru. Hefur Kristján gert sérstakan samstarfssamning við Landvernd þar um.
Aðrar vörur frá þessari verslun
Aðrar vörur frá þessari verslun