Höfundur: Gerður Kristný
Blíða
Himinsvellið brestur
sólin laugar sveitir
leysir ísa
stuggar burt skuggumEnn erum við minnt á
að við fæðumst úr myrkri
og hverfum um síðir
þangað afturUm stundarsakir
lögum við okkur
að ljósinu
Gerður Kristný nýtur aðdáunar fyrir orðsnilld sína langt út fyrir landsteinana og við ljóð hennar hafa innlendir og erlendir listamenn samið tón- og leikverk. Hún hefur hlotið margs konar viðurkenningar fyrir skrif sín, þar á meðal Íslensku bókmenntaverðlaunin, Verðlaun Jónasar Hallgrímssonar og Ljóðaverðlaun Guðmundar Böðvarssonar og Ingibjargar Sigurðardóttur. Jarðljós er tíunda ljóðabók hennar en sú fyrsta, Ísfrétt, kom út fyrir réttum þrjátíu árum.
Aðrar vörur frá þessari verslun
Aðrar vörur frá þessari verslun