Heimilisfang
Velja afhendingarmáta

Lisa gegnir herþjónustu í Afganistan þegar hún fær símtal að heiman. Yngri systir hennar, sem er hæfileikaríkur píanóleikari, hefur reynt að fyrirfara sér. Á leiðinni heim til Danmerkur rifjar Lisa upp bernsku sína á sveitabæ á Jótlandi – bernsku sem hefur markað allt líf hennar og systkina hennar þriggja. Geðsjúk móðir, ofbeldisfullur faðir, fátækt, harka, lygar og svik; börnin þurftu að takast á við óbærilegar aðstæður heima og fela þær út á við. Þau voru samstillt í upphafi en þroskuðust í ólíkar áttir. Nú er komið að uppgjöri og endurfundum.

Krakkaskrattar er mögnuð og nístandi sár saga um að horfast í augu við grimma fortíð og taka hana í sátt. Og um að eiga samherja í lífinu.

Anne-Cathrine Riebnitzsky, höfundur bókarinnar, hefur sjálf verið í danska hernum og starfað á sömu slóðum og aðalpersónan.

Ísak Harðarson þýddi.