Þegar systir manns er í sárum fer maður og leitar þess sem meiddi hana til að ná fram hefndum. Þegar bróðir manns er sakaður um glæp sem hann þvertekur fyrir að hafa framið stendur maður með honum. En verði maður ástfanginn af einhverjum úr óvinaliðinu – hvað gerir maður þá?
Mikey er átján ára og á heima í bæjarblokk en Ellí sem er sextán býr í fínni villu. Hann er fátækur og hún er rík. Systir hans sakar bróður hennar um nauðgun en bróðirinn segir að allt hafi gerst með hennar samþykki. Svo hittast þau Mikey og Ellí …
Má ekki elska þig er saga um tryggð, ábyrgð og fjölskyldubönd, um rétt og rangt. Líka ráðgáta um glæp sem kannski var framinn – og kannski ekki. En fyrst og fremst er þetta saga um ástina sem vaknar hjá ungu fólki og hvernig henni reiðir af við vonlausar aðstæður.
Nanna B. Þórsdóttir þýddi.
ATH. Hljóðbókin er aðeins til á geisladiski (CD eða Mp3) sem er afhentur í pósti eða sóttur í Bókabúð Forlagsins. Hér má finna hljóðbækur okkar sem eru aðgengilegar rafrænt í streymi.
Aðrar vörur frá þessari verslun
Aðrar vörur frá þessari verslun