Þegar breski herinn hernam Ísland þann 10. maí 1940 kviknuðu miklar áhyggjur af samgangi ungra íslenskra kvenna og hermannanna. Yfirvöld njósnuðu um mikinn fjölda stúlkna og fullveðja kvenna sem taldar voru ógna íslenskri menningu og þjóðerni. Einstök bók um örlagatíma í sögu þjóðarinnar.
Höfundur Bára Baldursdóttir
Yfirvöld njósnuðu um mikinn fjölda kvenna og á það sér enga hliðstæðu í íslenskri sögu, bæði að umfangi og hversu langt var gengið. Í kjölfar umdeildra bráðabirgðalaga var Ungmennadómur settur á fót sem dæmdi stúlkur til sveitar- eða hælisvistar. Stofnað var hæli á Kleppjárnsreykjum þar sem stúlkur voru vistaðar mót vilja sínum til að bæta siðferðisvitund þeirra. Saga þeirra er hér reifuð frá ýmsum sjónarhornum og byggir að hluta á dagbók hælisins á Kleppjárnsreykjum.
Bára Baldursdóttir sagnfræðingur hefur um árabil rannsakað samneyti íslenskra kvenna og hermanna. Nýverið fékk hún aðgang að tveimur lykilskjalasöfnum á Þjóðskjalasafni og varpa þau algjörlega nýju ljósi á efnið. Hér er á ferð einstök bók um örlagatíma í sögu þjóðarinnar.
Hvernig nálgast ég tilboðið
Sækja: Á opnunartíma er pöntunin tekin til fljótlega eftir pöntun og þú færð SMS þegar hún er tilbúin til afhendingar.
Heimsending: Hægt er að panta heimsendingu aukalega í greiðsluferli, við sendum strax eftir pöntun á opnunartíma.
Aðrar vörur frá þessari verslun
Aðrar vörur frá þessari verslun