Höfundur Heiða Björk
Lalla langar að læra að þekkja litina og telja upp í 10, en um leið kynnist hann litríkum dýrum og gómsætu hollustusnarli. Á hverri síðu er tekinn fyrir einn litur þar sem Lalli kynnist umhverfi, hlut og dýri sem tilheyrir litnum. Í lok bókarinnar eru tillögur að upprifjun – til að ræða við barnið um litina.
Litskrúðug, falleg og fróðleg bók fyrir yngstu kynslóðina. Það getur verið ævintýri líkast að læra eitthvað nýtt um umhverfið. Í appelsínugula herberginu er myndarlegt appelsínutré og á því vaxa safaríkar appelsínur. Lalli fær sér nýkreistan, bragðgóðan appelsínusafa. Tígrisdýr liggur í leti og fylgist með. Falleg kvöldsólin sést í fjarska. Í bláa herberginu er bláberjalyng. Lalli tínir mörg bústin bláber í körfu. Þar sést líka í bláan himin, bláan sjó og þarna er blár hvalur.
Lalli og litakastalinn er fyrsta bók Heiðu Bjarkar Norðfjörð, sem starfar í Englandi undir listamannsnafninu Heidi Bjork. Hún hefur á síðustu árum tekið þátt í myndlistasýningum víða um heim og hlotnast sá heiður að verk eftir hana hafa verið valin í veglegar myndlistarbækur.
Hvernig nálgast ég tilboðið
Sækja: Á opnunartíma er pöntunin tekin til fljótlega eftir pöntun og þú færð SMS þegar hún er tilbúin til afhendingar.
Heimsending: Hægt er að panta heimsendingu aukalega í greiðsluferli, við sendum strax eftir pöntun á opnunartíma.
Aðrar vörur frá þessari verslun
Aðrar vörur frá þessari verslun