Heimilisfang
Velja afhendingarmáta
Höfundur: Lars Kepler

Illa útleikið karlmannslík finnst í íbúð í Osló. Þegar frystikista mannsins er opnuð blasir við skelfileg sjón. Nokkrum dögum síðar leitar þýska lögreglan til Joona Linna vegna morðs sem framið hefur verið rétt utan við Rostock.

Joona fer smám saman að greina mynstur sem er svo langsótt og brjálæðislegt að hann trúir því varla sjálfur að hann hafi rétt fyrir sér. Ekki getur fólk risið upp frá dauðum?

Meistari spennutryllanna, Lars Kepler, snýr hér aftur með sjöundu bók sína um Joona Linna og félaga hans í Stokkhólmslögreglunni. Bækurnar hafa verið þýddar á 40 tungumál og selst í um 13 milljónum eintaka um heim allan.

Eyrún Edda Hjörleifsdóttir þýddi.

ATH. Hljóðbókin er afhent rafrænt og hægt er að hlusta á hana beint í gegnum app Forlagsins eða vafraHér má lesa meira um hljóðbækur fyrir appið.

Hljóðbókin er 16 klukkustundir og 30 mínútur að lengd. Kristján Franklín Magnús les

Aðrar vörur frá þessari verslun

Aðrar vörur frá þessari verslun