Höfundur Thorbjörn Egner
Lilli klifurmús er lífsglöð mús sem flakkar um skóginn með gítarinn sinn. Þegar Mikki refur ætlar að éta hann spilar hann bara og syngur þar til refurinn sofnar og Lilla tekst að flýja. En vinur hans, Marteinn skógarmús, er íhugulli og veltir fyrir sér hvers vegna dýrin í skóginum þurfi endilega að éta hvert annað. Hann fær snjalla hugmynd sem hann ber undir konung skógarins, sjálfan bangsapabba.
Saga Thorbjørns Egners Lilli klifurmús og hin dýrin í Hálsaskógi kom fyrst út í íslenskri þýðingu Huldu Valtýsdóttur og Kristjáns frá Djúpalæk 1978. Þá þegar var leikritið vel þekkt, var sett upp í fyrsta sinn í Þjóðleikhúsinu 1962, sama ár og það var frumflutt í Kaupmannahöfn. Nú kemur sagan út á íslensku í þriðja sinn.
Aðrar vörur frá þessari verslun
Aðrar vörur frá þessari verslun