Heimilisfang
Velja afhendingarmáta
Höfundur: Aðalsteinn Ingólfsson

Kristján Sigurðsson (1892–1984) var bóndasonur ofan úr Borgarfirði. Hann settist að í Reykjavík snemma á þriðja áratug síðustu aldar. Mestan hluta ævi sinnar vann hann hjá Pósti og síma, síðast sem póstfulltrúi, en var frá upphafi ötull þátttakandi í menningarlífi bæjarins. Á árunum 1941 til 1968 hélt Kristján ítarlegar dagbækur  – nokkurs konar listaannál – um myndlistarlífið í Reykjavík. Á því tímabili sá hann allar sýningar íslenskra og erlendra listamanna, skráði skoðanir sínar á þessum sýningum, viðbrögð gagnrýnenda og annarra álisgjafa við myndlistarsýningum og ekki síst athugasemdir sínar við skoðanir annarra á myndlistinni. Bókin veitir afar óvenjulegt sjónarhorn á myndlistarlíf á Íslandi um miðja 20. öld.

Aðalsteinn Ingólfsson (f. 1948) er menntaður í enskri bókmenntasögu frá háskólanum í St. Andrews í Skot- landi (1967–71) og listasögu frá Courtauld Institute, University of London (1972–74). Framhaldsnám í listasögu við háskólann í Lundi (1982–84). Hann er höfundur og meðhöfundur u.þ.b. 35 bóka um íslenska og færeyska myndlist. Nýjasta bókin er Þingvellir í íslenskri myndlist (2022).

Aðrar vörur frá þessari verslun

Aðrar vörur frá þessari verslun