Í þessu heildarsafni eru prentaðar ellefu ljóðabækur Sjóns sem margar hafa verið ófáanlegar um langt skeið.
Sjón er ljóðskáld og sagnahöfundur sem hóf feril sinn með ljóðabókinni Sýnir sumarið 1978. Á níunda áratugnum var hann í fararbroddi þeirra ungu skálda sem leituðust við að endurnýja íslenska ljóðlist með tækjum súrrealismans.
Jafnframt því að hafa samið ellefu ljóðabækur hefur Sjón ritað söngtexta, líbrettó, kvikmyndahandrit og sex skáldsögur. Hann hefur fengið ýmsar viðurkenningar fyrir verk sín, var m.a. tilnefndur til Óskarsverðlauna fyrir söngtexta í kvikmyndinni Dancer in the Dark. Hann hlaut bókmenntaverðlaun Norðurlandaráðs árið 2005 fyrir skáldsöguna Skugga-Baldur.
„Í verkum sínum hvetur Sjón lesandann til þess að skilja tilveruna á annan og óvæntan hátt, með augum hins vangefna, með skilningi vitfirringsins, eða út frá þeirri barnslegu sýn sem jafnan er tengd undri í bókmenntum,“ skrifar Guðni Elísson í eftirmála að þessu heildarsafni á ljóðum eftir Sjón sem kemur út í tilefni þess að 30 ár eru liðin síðan fyrsta bók hans leit dagsins ljós.
Guðni Elísson ritar eftirmála.
ATH. Hljóðbókin er afhent rafrænt og hægt er að hlusta á hana beint í gegnum app Forlagsins eða vafra. Hér má lesa meira um hljóðbækur fyrir appið.
Hljóðbókin er 3 klukkustundir og 29 mínútur að lengd. Baldur Trausti Hreinsson les.
Aðrar vörur frá þessari verslun
Aðrar vörur frá þessari verslun