Ró í beinum er úrval ljóða Ísaks Harðarsonar (1956‒2023) sem hann tók sjálfur saman og gekk frá til útgáfu skömmu áður en hann lést.
Undirtitillinn er Ljóðaþykkni 1982‒2022 og elstu ljóðin eru úr fyrstu bók hans, Þriggja orða nafn. Ljóðabækur Ísaks urðu ellefu talsins á þessum fjörutíu árum, auk safnritsins Ský fyrir ský frá árinu 2000. Fyrir þá næstsíðustu, Rennur upp um nótt frá 2009, var hann tilnefndur til Bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs.
Ísak var fjölhæfur höfundur og þýðandi, og sem ljóðskáld hafði hann verulega sérstöðu. Hann orti íhugul, trúarleg og heimspekileg ljóð sem stundum lýsa örvæntingu og einmanaleika en einnig von og gleði; í þeim má oft finna óvæntar myndir, gáska og kraft. Val hans á ljóðum í þessa bók er eftirtektarvert og óhætt er að kalla hana merkilegan minnisvarða um eðalskáld.
Andri Snær Magnason ritar eftirmála.
Aðrar vörur frá þessari verslun
Aðrar vörur frá þessari verslun