Heimilisfang
Velja afhendingarmáta
Höfundar: Magnea J. Matthíasdóttir, Stephenie Meyer

Ljósaskipti, frumraun Stephenie Meyer í skáldsagnagerð, hefur slegið í gegn um allan heim hjá unglingum jafnt sem fullorðnum og selst í bílförmum. Bókin var og er á metsölulista New York Times; á lista Publishers Weekly yfir bestu bækur ársins; útnefnd besta bók áratugarins hingað til hjá Amazon; á úrvalslista Teen People.

„Ég vissi bara þrennt. Í fyrsta lagi var Edward vampíra. Í öðru lagi þyrsti hann í blóð mitt – og ég vissi ekki hve óviðráðanlegur sá þorsti var. Og í þriðja lagi var ég algjörlega yfir mig ástangin af honum.“

Isabella Swan flytur til smábæjarins Forks þar sem hún kynnist Edward Cullen, dularfullum og gullfallegum pilti, og leyndardómsfullri fjölskyldu hans. Þau Edward verða innilega ástfangin en málin flækjast þegar á daginn kemur að Edward er vampíra. Bella þráir ekkert heitar en að vera með Edward, sama hvað það kann að kosta hana, en hún sér ekki fyrir hætturnar sem steðja að henni og öllum sem henni eru kærir.

„Ég hafði aldrei velt því sérlega mikið fyrir mér hvernig ég myndi deyja … en það hafði aldrei hvarflað að mér að það yrði svona … Veiðimaðurinn brosti vingjarnlega og gekk í hægðum sínum yfir gólfið til að drepa mig.“

Magnea J. Matthíasdóttir þýddi.

Aðrar vörur frá þessari verslun

Aðrar vörur frá þessari verslun