Heimilisfang
Velja afhendingarmáta
Höfundur: Guðbergur Bergsson

Heim kominn frá námi í útlöndum uppgötvar sjálf vonarstjarna og stolt móður sinnar að hans bíður ekkert við sitt hæfi á Íslandi, heldur situr hann fastur í teppalyktinni í samliggjandi stofum þeirra mömmu og pabba eftir að hafa baðað sig frjáls í sólinni hjá stærri og meiri þjóðum. Uns hann verður fastur starfskraftur í heimilisþjónustunni, þar sem hann endar við rúmstokkinn hjá systrunum lömuðu, Lóu og Jónu, og tekur að segja þeim sögur.

Áður en hann veit af hafa lömuðu kennslukonurnar neytt hann út á braut þaðan sem ekki er aftur snúið. Afl hins lamaða rekur hann út á söguslóðir sem eru andstæðar hans eigin vilja, hið frumstæða og ruddalega nær yfirhöndinni, og hann heldur sig jafnvel vera kraftaverkaskáld. En þegar þær lömuðu rísa á fætur ? hvað er þá eftir af samvisku skáldsins sem lét hrekja sig út í söguna?

Guðbergur hlaut Norrænu Bókmenntaverðlaunin árið 2004 en þau eru gjarnan nefnd Norrænu Nóbelsverðlaunin og eru mesti heiður sem norrænum höfundi getur hlotnast.

Aðrar vörur frá þessari verslun

Aðrar vörur frá þessari verslun