Heimilisfang
Velja afhendingarmáta
Höfundur: Lucy Foley

Á opnunarkvöldi á Setrinu er ekkert til sparað, hvorki í stóru né smáu. Vatnið í barmafullri sundlauginni glitrar. Skjóðum með lækningakristöllum hefur verið komið fyrir í strandkofunum og skógarhreysunum. Einkenniskokteill Setursins (greipaldin, engifer, vodka og skvetta af CBD-olíu) rennur í stríðum straumum. Allir eru klæddir í hör. Myrkrið bærir þó á sér undir brennheitri Jónsmessusólinni. Gamlir vinir og óvinir eru á ferli meðal gestanna. Rétt fyrir utan vel snyrta lóð Setursins er forn skógur fullur af leyndarmálum. Lögreglan er kölluð út að morgni sunnudags eftir opnunarhátíðina. Eitthvað er að. Hér hefur orðið eldsvoði. Lík hefur fundist. Allt hófst þetta með leyndarmáli fyrir fimmtán árum. Nú er fortíðin mætt óboðin í veisluna. Og koma hennar endar með morði í … Miðnæturveislunni.

Aðrar vörur frá þessari verslun

Aðrar vörur frá þessari verslun