


Allt að 120" skjástærð | 1.2:1 kasthlutfall
Sjálfkrafa hornleiðrétting
1080P upplausn með HDR10
AndroidTV™ stýrikerfi með Google Assistant
Dolby Audio™
Rétthyrnd mynd frá mörgum öngum
Mi Smart Projector 2 skjávarpinn aðlagar sig sjálfkrafa þegar hann beinir ekki beint á vegg til þess að myndin sé alltaf sem skýrust og rétthyrnd. Hægt er að fínpússa hornleiðréttinguna eftirá með fjarstýringunni til að fá allt að fullkomna mynd.
https://i02.appmifile.com/76_operatorx_operatorx_pm/02/09/2021/116bddc491ac4e1ef2de33e8c7a35f27.mp4
Sjálfvirkur fókus
Eftir að myndin kemur rétthyrnd þá sjálfkrafa stillir skjávarpinn af fókusinn líka svo að myndin verði alltaf eins skýr og hægt er.
4-rása LED mynd með 1080P upplausn
Borið saman við hefðbundna 3-rása LED skjávarpa er Mi Smart Projector 2 með auka blárri rás sem gerir liti bæði skarpari og raunverulegri, en með þessari aukarás nær hann 154% af Rec.709 litastaðlinum. Skjávarpinn varpar í 1080p upplausn og er með HDR10.
Hversu stóra mynd má bjóða þér í kvöld?
Skjávarpinn varpar mynd frá 60" og allt að 120" eftir stuði og stemningu. Kasthlutfallið er lágt svo að hann þarf einungis að vera um 3.2m frá vegg til að fá 120" mynd.
60" - 1.6m | 80" - 2.1m | 100" - 2.7m | 120" - 3.2m
Kröftugt hljóð með Dolby Audio
Mi Smart Projector 2 er með 2 innbyggða hátalara sem mynda raunverulegt stereo hljóð, frábært fyrir bíómyndir sem og sjónvarpsþætti eða tónlist.
Tengimöguleikar
Hægt er að tengja allskonar tengi við skjávarpann eins og margmiðlunarspilara, leikatölvu eða utanáliggjandi hátalara.
Aðrar vörur frá þessari verslun
Aðrar vörur frá þessari verslun