Regnvott síðdegi skýst drengur frá móður sinni og út á götu – beint í veg fyrir bíl. Örvæntingarfull móðirin horfir á bílinn bruna burt …
Eftir dauðaslysið og endurtekna martröðina sem fylgir henni hvert fótmál flýr Jenna Gray í afskekkt þorp í Wales. Þar reynir hún að koma lífi sínu á réttan kjöl en yfir henni grúfir óttinn og sorgin, minningar um það sem gerðist þetta nóvembersíðdegi – og það sem gerst hafði áður.
Mín sök er fyrsta bók Clare Mackintosh sem starfaði í bresku lögreglunni í tólf ár og nýtir sér hér reynslu sína af rannsókn glæpamála. Bókin hefur selst í milljónum eintaka víða um heim og fyrir hana hlaut höfundurinn Theakstons Old Peculier Crime Novel-verðlaunin 2016 auk þess sem franska þýðingin vann til verðlauna í Frakklandi.
Eyrún Edda Hjörleifsdóttir þýddi.
ATH. Hljóðbókin er afhent rafrænt og hægt er að hlusta á hana beint í gegnum app Forlagsins eða vafra. Hér má lesa meira um hljóðbækur fyrir appið.
Hljóðbókin er 13 klukkustundir og 13 mínútur að lengd. Margrét Örnólfsdóttir les.
Aðrar vörur frá þessari verslun
Aðrar vörur frá þessari verslun