Höfundar: Helena Willis, Martin Widmark
Hvað er að gerast á listasafninu í Víkurbæ? Getur verið að egypska múmían hafi vaknað til lífsins eftir 3000 ár?
Dauðskelkaður næturvörður er vitni í málinu og segist hafa séð hana með eigin augum. Sömu nótt og múmían fer á stjá hverfur dýrmætasta málverk safnsins. Lalli og Maja ákveða að fara á safnið og kanna málið betur.
Sögurnar um Spæjarastofu Lalla og Maju henta vel fyrir krakka sem þurfa að æfa lesturinn því letrið er stórt og setningarnar stuttar. Spæjarar á aldrinum 6-10 ára lesa Ráðgátubækur Martins Wildmark aftur og aftur – í hvaða röð sem er.
Íris Baldursdóttir þýddi.
Aðrar vörur frá þessari verslun
Aðrar vörur frá þessari verslun