Flokkar:
Höfundur: Kristín Aðalsteinsdóttir
Í bókinni Myndir og minningar segja þrjátíu konur og þrjátíu karlar frá einni minningu af lífi sínu. Frásagnir fólksins eru ólíkar. Þær geta verið skemmtilegar, fróðlegar, furðulegar, ótrúlegar en líka sorglegar. Mynd af höfundi fylgir hverri frásögn.
Kristín Aðalsteinsdóttir er fyrrverandi prófessor við Háskólann á Akureyri. Hún hefur áður skrifað bækurnar: Leitin lifandi, líf og starf sextán kvenna; Lífsfylling, nám á fullorðinsárum og Innbær, Húsin og fólkið.
Aðrar vörur frá þessari verslun
Aðrar vörur frá þessari verslun