Heimilisfang
Velja afhendingarmáta
Höfundur: Jónas Kristjánsson

MÝVATN, kyrrð og friðsæld við hið ægifagra Mývatn, en náttúran ber hvarvetna merki mikilla átaka. Ótal tegundir fugla verpa í 40 smáeyjum, þar á meðal fleiri andategundir en nokkurs staðar annars staðar. Dettifoss, Ásbyrgi, Dimmuborgir. Þangað verði allir Íslendingar að koma amk einu sinni á ævinni.

Kortin eru unnin upp úr hinni margrómuðu verðlaunabók Þúsund og ein þjóðleið eftir Jónas Kristjánsson sem kom út árið 2011. Bókin hlaut menningarverðlaun DV og bóksalar völdu bókina bestu fræði- og handbók ársins í fyrra. Þjóðleið kallast sú leið sem venja hefur skapast um að fólk og fararskjótar fylgi milli tveggja staða. Fornar þjóðeiðir á Íslandi eru jafnan göngu- og reiðleiðir sem á skilgreindu tímabili hafa gegnt hlutverki alfaraleiðar.

Kortin koma bæði út á íslensku og ensku. Þau eru í plastvasa og hentug í ferðalagið hvort sem er farið fótgangandi eða á hestum.

Aðrar vörur frá þessari verslun

Aðrar vörur frá þessari verslun