Höfundur: Rán Flygenring
Gegn gjafabréfi þessu fæst bókin dásamlega Tjörnin eftir Rán Flygenring þegar ný prentun kemur í verslunina í byrjun árs 2025.
Bókin, sem er tilnefnd bæði til Íslensku bókmenntaverðlaunanna og Fjöruverðlaunanna er uppseld um allt land en tryggja má eintak af nýrri prentun með þessu gjafabréfi.
Hyldjúp og töfrandi saga um forvitni og framhleypni, stjórn og stjórnleysi, en ekki síst um samband okkar við eigin tegund og allar hinar sem við deilum nærumhverfinu með. Bók fyrir náttúrubörn á öllum aldri.
Rán Flygenring er margverðlaunaður höfundur og teiknari. Hún hefur margsinnis hlotið Barnabókaverðlaun Reykjavíkurborgar og árið 2023 fékk hún Norðurlandaráðsverðlaunin fyrir bókina Eldgos.
Aðrar vörur frá þessari verslun
Aðrar vörur frá þessari verslun