Freo ryksugu- og skúringarvélmenni
Hættir ekki fyrr en allt er orðið hreint
Freo ryksugu- og skúringarvélmenni
Narwal Freo ryksugu- og skúringarvélmennið er stílhreint og öflugt ryksugu- og skúringarvélmenni. Vélmennið er með DirtSense™ tækni sem nemur óhreinindi, ef hún nemur óhreinindi þá heldur hún áfram að þrífa erfiðu blettina þangað til allt er orðið hreint.
Sjálfvirknivædd þrif
Sér um að þrífa sig
Heimastöð ryksuguvélmennisins sér um allt frá A-Ö sem viðkemur viðhaldi á ryksuguvélmenninu. Þegar þrifum er lokið á gólfum heimilisins tekur stöðin við og sér um að gera ryksuguvélmennið klárt fyrir næstu umferð þrifa. Það eina sem þarf að sjá um að gera er að tæma óhreina vatnstankinn, fylla á hreina vatnstankinn og tæma 480ml rykhólfið á ryksuguvélmenninu.
Öflug ryksugun
3.000Pa sogkraftur
3.000Pa sogkraftur sér um að taka upp óhreinindi í samvinnu við 2 hliðarbursta og aðalbursta. Óhreinindin safnast síðan í rykhólfi sem tekur allt að 480ml.
Skúrar og skrúbbar
Skúringarvél
Vélin er með tvær skúringarmoppur sem snúast og þrýstast niður í gólfið til að ná burt erfiðari blettum.
EdgeSwing™ tækni
Sveiflar sér uppvið veggi
Narwal Freo er með EdgeSwing™ tækni, EdgeSwing tæknin gerir ryksuguvélmenninu kleyft að skúra alveg uppvið veggi og gólflista þannig ekkert gólf verði skilið eftir óskúrað.
Infrarauð aðskotahlutagreining
Skynjararnir greina aðskotahluti með mikilli nákvæmni til þess að minnka líkur á flækjum og óhöppum á dóti sem er skilið eftir á gólfunum.
SLAM LiDAR 3.0 rýmisskanni
Vélin kortleggur heimilið á nákvæman hátt til þess að auka skilvirkni þrifa, einnig er hægt að stýra hvernig vélin þrífur í gegnum Narwal appið, t.d láta vélina fyrst ryksuga og síðan skúra, einungis skúra og margt margt fleira.
Aðrar vörur frá þessari verslun
Aðrar vörur frá þessari verslun