Flokkar:
Höfundar: Jón Karl Helgason, Pétur Hrafn Árnason, Sigurður Líndal
Í þessu lokabindi Sögu Íslands er til umfjöllunar 90 ára skeið sem hefst í árslok 1918, þegar Ísland varð sjálfstætt ríki, og lýkur í ársbyrjun 2009, þegar bankahrun og búsáhaldabylting skóku íslenskt samfélag.
Dregin er upp mynd af mannlífi og menningu í samfélagi sem var eitt hið fátækasta í Vestur-Evrópu en var um miðbik 20. aldar komið í hóp þeirra efnuðustu og hélt þeirri stöðu fram á 21. öld þótt ýmiss konar áföll riðu yfir þjóðina. Ritið er prýtt fjölmörgum ljósmyndum, kortum og myndritum sem glæða efnið lífi.
Höfundar efnis eru Jón Karl Helgason, Pétur Hrafn Árnason og Sigurður Líndal. Ritstjórar eru þeir Pétur Hrafn og Sigurður, sem stýrt hefur útgáfunni frá upphafi.
Aðrar vörur frá þessari verslun
Aðrar vörur frá þessari verslun