Heimilisfang
Velja afhendingarmáta

Höfundur Aðalsteinn Leifsson

[removed]

Samningaviðræður eru hluti af daglegu lífi fólks, hvort sem er í starfi, vegna persónulegra fjármála eða í samskiptum við fjölskyldu og vini. Í þessari bók gefur Aðalsteinn Leifsson hagnýtar ráðleggingar sem byggja á rannsóknum til að hjálpa þér að ná árangri hvort sem þú semur fyrir þig, fjölskylduna eða fyrirtækið.

Samningatækni fjallar um hvernig þú getur staðið á þínu þegar tekist er á um eitt atriði eins og verð, hvernig best er stýra viðræðum frá átökum og byggja upp traust og samstarf og hvernig þú getur undirbúið þig og náð árangri í krefjandi aðstæðum. Í bókinni er fjöldi raunverulegra dæma, verkefni sem lesendur geta spreytt sig á og hagnýt ráð fyrir mikilvægar samningaviðræður sem allir standa frammi fyrir á lífsleiðinni.

Ráð Aðalsteins hafa reynst mér ómetanleg; enda hefur hann algera yfirburðaþekkingu á samningaviðræðum og samningagerð. Ég hrífst sérstaklega af áherslu hans á árangur og að auka traust og ná sátt; jafnvel í erfiðum kringumstæðum.

Bogi Þór Siguroddsson, athafnamaður

Samningatæknin sem ég lærði hjá Aðalsteini hefur nýst mér mjög vel, ekki bara í starfi heldur einnig í lífinu sjálfu. Ég fagna þessari bók innilega og á eftir að nota hana mikið og ekki spillir fyrir að hún er afskaplega skemmtileg!

Jóhanna Vigdís Arnardóttir, leikkona og verkefnastjóri

Aðalsteinn Leifsson er lektor við viðskiptadeild Háskólans í Reykjavík þar sem hann hefur kennt samningatækni við góðan orðstír til fjölda ára. Aðalsteinn hefur veitt ráðgjöf og þjálfað stjórnendur og starfsmenn fjölmargra fyrirtækja bæði hér á landi og erlendis í samningatækni.

Hér má lesa viðtal við Aðalstein Leifsson í Mannlífi

Útgáfuár: 2018

Gerð: Sveigjanleg kápa

Síðufjöldi: 232

Aðrar vörur frá þessari verslun

Aðrar vörur frá þessari verslun