Höfundur Björn Jón Bragason
Gjaldeyriseftirlit Seðlabanka Íslands var sett á laggirnar eftir að gjaldeyrishöftunum var komið á. Eitt stærsta einstaka mál þess hófst með húsleit í beinni útsendingu Ríkisútvarpsins á skrifstofum sjávarútvegsfélagsins Samherja. Félagið var sakað um alvarleg lögbrot sem forsvarsmenn þess báru af sér. Þessi atburður markaði upphaf að áralöngum átökum fyrir dómstólum og í fjölmiðlum.
Í þessari stórfróðlegu bók rekur Björn Jón Bragason, lögfræðingur og sagnfræðingur, málið og hver niðurstaða þess varð. Bók þessi byggir að hluta á fyrri bók Björns Jóns, Gjaldeyriseftirlitið – Vald án eftirlits, frá árinu 2016. Síðan þá hefur margt mjög áhugavert komið í ljós sem gefur mun heildstæðari mynd af atburðarásinni og veitir áður óþekkta innsýn í hvað gekk á að tjaldabaki. Margt mun koma lesandanum mjög á óvart enda er bókin í senn spennandi og ógnvekjandi lesning.
Aðrar vörur frá þessari verslun
Aðrar vörur frá þessari verslun