Flokkar:
Höfundur: Ármann Jakobsson
Þegar síðasta félaga Drekasérsveitarinnar mistekst að drepa síðasta drekann í ríkinu er Kári kallaður til. Hann á að verða galdrameistari konungsins en þarf að glíma við þrjár þrautir til að sanna kunnáttu sína. Verst er að hann kann ekkert að galdra! Á meðan vofir yfir innrás Skuldar drottningar sem er sögð bæði grimm og göldrótt.
Síðasti galdrameistarinn er spennandi ævintýrasaga um hugrekki og vináttu, undirferli og svik, fyrir lesendur frá níu ára aldri. Ármann Jakobsson sækir hér í óþrjótandi sagnabrunn norrænna miðaldabókmennta í sinni fyrstu barnabók.
Bergrún Íris Sævarsdóttir myndskreytir.
Síðasti galdrameistarinn er tilnefnd til Íslensku bókmenntaverðlaunanna í flokki barnabóka.
Aðrar vörur frá þessari verslun
Aðrar vörur frá þessari verslun