Heimilisfang
Velja afhendingarmáta
Höfundar: Ragnheiður Vignisdóttir, Marta María Jónsdóttir, Hólmar Hólm

Nýtt námsefni sem eflir hugtakaskilning og þjálfar myndlæsi

Listasafn Íslands gefur út kennsluefnið Sjónarafl – þjálfun í myndlæsi.
Efnið hefur verið aðgengilegt á rafrænu formi síðastliðið ár og verið í notkun í safnfræðslu og meðal kennara í skólum landsins við góðar undirtektir. Sjónarafl er byggt á þróunarverkefni sem fræðsludeild Listasafns Íslands hefur unnið að síðastliðin fjögur ár. Sjónarafl miðar með markvissum hætti að því að tengja kennslu í myndlæsi og listasögu við skólakerfið og auka þekkingu nemenda á menningarsögu og menningararfi þjóðarinnar. Þjálfun í myndlæsi eykur einnig hæfni í tjáningu, virkri hlustun, hugtakaskilningi og gagnrýnni hugsun.

Höfundar:  Ragnheiður VignisdóttirMarta María Jónsdóttir og Hólmar Hólm

Aðrar vörur frá þessari verslun

Aðrar vörur frá þessari verslun