Heimilisfang
Velja afhendingarmáta
Höfundur: Garibaldi
Ljóðaflokkur um samband tveggja bræðra og kærleikann á milli þeirra en þeir búa við mikið ofbeldi innan veggja heimilisins. Sá yngri deyr sautján ára gamall af slysförum og höfundur breytir harmi sínum í sigur með menntun og skáldskap.
Flokkur 38 ljóða til heiðurs yngsta bróður höfundar. Í ljóðunum birtist kærleiksríkt samband þeirra bræðra sem búa við erfiðar aðstæður. Eldri bróðurinn langar að vernda þann yngri og leiða til betra lífs innan fjölskyldunnar og síðan utan hennar. Aðstæður hindra hann þó í því er á líður. Yngri bróðirinn stendur því um síðir einn andspænis ofbeldinu á heimilinu og villist æ meira afvega svo afbrot og fíkn blasa við. En með umhyggju og hlýju systur hans í Vestmannaeyjum nær hann að snúa við blaðinu fjarri heimili foreldranna. Hann er kominn á réttu brautina þegar hann deyr af slysförum aðeins sautján ára. Þá heitir eldri bróðirinn því að umbylta lífi sínu með því meðal annars að ganga menntaveginn og gerast rithöfundur. Í lokakafla bókarinnar tekst honum að snúa harmi í sigur. Tvö ljóðanna hlutu 1. og 2. verðlaun í ljóðasamkeppni Ljósberans haustið 2023.

Aðrar vörur frá þessari verslun

Aðrar vörur frá þessari verslun